Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 22. janúar 2022 15:25
Brynjar Ingi Erluson
Lögreglan handtók þann sem kastaði flöskum í leikmenn Villa
Ollie Watkins sparkar flöskunni í burtu
Ollie Watkins sparkar flöskunni í burtu
Mynd: Getty Images
Stuðningsmaðurinn sem kastaði flöskum í leikmenn Aston Villa á Goodison Park í dag hefur verið handtekinn af lögreglunni í Liverpool en enska félagið Everton staðfestir þetta í yfirlýsingu.

Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Emi Buendia eftir hornspyrnu Lucas Digne og fögnuðu leikmenn Villa ákaft.

Í kjölfarið fór flöskum að rigna inn á völlinn. Flöskurnar hæfðu bæði Matty Cash og Digne á meðan Ezri Konsa fékk sér sopa úr einni flöskunni.

Everton sendi frá sér yfirlýsingu nú rétt í þessu og greinir þar frá því að lögreglan hafi handtekið einn stuðningsmann sem sást kasta flöskunum á upptökum.

Rannsókn er enn í gangi og mun Everton setja þá stuðningsmenn í bann sem eru og verða uppvísir að því að kasta aðskotahlutum inn á Goodison Park.
Athugasemdir
banner
banner
banner