Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   lau 22. febrúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Annar erfiður útileikur fyrir Leipzig
Haaland kíkir til Bremen
Erling Braut Haaland mætir aftur til leiks í dag þegar Borussia Dortmund heimsækir Werder Bremen.

Norska ungstirnið skoraði bæði mörk Dortmund í sigri gegn PSG á þriðjudaginn og er hann kominn með ellefu mörk í fyrstu sjö leikjum sínum fyrir félagið.

Dortmund er sjö stigum frá FC Bayern í toppsætinu eftir sigur Bæjara í gær gegn botnliði Paderborn. Dortmund getur því minnkað bilið niður í fjögur stig með sigri.

Borussia Mönchengladbach fær þá Hoffenheim í heimsókn í Evrópuslag á meðan Hertha Berlin spilar við Köln og Freiburg mætir Fortuna Düsseldorf.

Schalke og RB Leipzig mætast svo í síðasta leik dagsins. Þar er hægt að búast við mikilli baráttu enda liðin í mikilli Evrópubaráttu.

Leipzig er í öðru sæti og getur minnkað bilið að toppnum niður í eitt stig með sigri. Það ríkir góður mórall í hópnum eftir sigur á útivelli gegn Tottenham í vikunni.

Leikir dagsins:
14:30 Hertha Berlin - Köln
14:30 Werder Bremen - Dortmund
14:30 Gladbach - Hoffenheim
14:30 Freiburg - Dusseldorf
17:30 Schalke - RB Leipzig
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 9 9 0 0 33 4 +29 27
2 RB Leipzig 9 7 1 1 19 10 +9 22
3 Dortmund 9 6 2 1 15 6 +9 20
4 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
5 Leverkusen 9 5 2 2 18 14 +4 17
6 Hoffenheim 9 5 1 3 18 15 +3 16
7 Köln 9 4 2 3 16 12 +4 14
8 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
9 Werder 9 3 3 3 13 17 -4 12
10 Union Berlin 9 3 2 4 11 15 -4 11
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Wolfsburg 9 2 2 5 11 16 -5 8
13 Hamburger 9 2 2 5 8 15 -7 8
14 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
15 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
16 Gladbach 9 1 3 5 10 18 -8 6
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 9 1 2 6 8 17 -9 5
Athugasemdir
banner