Man City leiðir kapphlaupið um Musiala - Man Utd hefur áhuga á Toney - Arsenal endurskoðar áætlanir
banner
   fim 22. febrúar 2024 16:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Robertson jafnaði met Alexander-Arnold
Mynd: Getty Images

Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson bakverðir Liverpool hafa verið stórkostlegir með liðinu undanfarin ár en þeir hafa samanlegt gefið liðsfélögum sínum rúmlega hundrað stoðsendingar.


Robertson byrjaði á bekknum í leik Liverpool gegn Luton í gær en Alexander-Arnold er fjarverandi vegna meiðsla.

Robertson kom inn á sem varamaður og var ekki lengi að láta til sín taka þegar hann lagði upp þriðja mark leiksins á Luis Diaz í 4-1 sigri.

Þetta var 58. stoðsendingin hans í úrvalsdeildinni en hann lagði upp tvö mörk fyrir Hull tímabilið 2016-17 áður en hann gekk síðan til liðs við Liverpool.

Hann jafnaði þar með met Alexander-Arnold og eru þeir félagar því jafnir yfir flestar stoðsendingar frá varnarmönnum í deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner