
Elliði 0 - 1 Árborg
0-1 Aron Freyr Margeirsson ('35 )
Rautt spjald: Þröstur Sæmundsson , Elliði ('21)
4. deildarliðið Árborg heimsótti 3. deildarliðið Elliða á Fylkisvöllinn í Mjólkurbikarnum í kvöld.
Árborg gerði sér lítið fyrir og sigraði leikinn. Elliði lék manni færri stóran hluta af leiknum þar sem Þröstur Sæmundsson var rekinn af velli eftir rúmlega 20 mínútna leik.
Aron Freyr Margeirsson skoraði sigurmarkið á 35. mínútu og Árborg er því komið í 2. umferð.
Liðið mætir þar sigurvegara úr leik Kára og Létti en liðin mætast í Akraneshöllinni á föstudagskvöldið.
Athugasemdir