Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   lau 22. mars 2025 17:00
Anton Freyr Jónsson
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„„Mér fannst fyrri hálfleikur mjög góður. Við byrjuðum mjög vel komumst 2-0 yfir svo eðlilega föllum aðeins og gefum þeim svolítið mikið pláss og það er súrt að fá svona tvö aula mörk á sig en ég er stoltur af strákunum, góður árangur."  sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari Fylkis eftir 2-3 tapið gegn Val í úrslitum A deildar Lengjubikar karla. 


Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  3 Valur

„Það getur alveg verið einhver þreyta í mönnum. Við ákváðum að skipta ekki mörgum inná á meðan Valur skiptir sex mönnum held ég og auðvitað verður aðeins meiri orka hjá þeim í lokin og þegar þú fellur til baka og ert mikið í vörn þá verður þetta alltaf erfiðara og erfiðara og því fór sem fór."

Fylkir leikur í Lengjudeildinni á komandi tímabili og fyrsti leikur er í byrjun Mai. Hvernig ætlar Árni að undirbúa sitt lið sem berst fyrir átök sumarsins? 

„Ég held nú að það séu meira en fjórar vikur en við erujm að fara til Tenerife á morgun í æfiingaferð og svo eigum við bikarleik um leið og við komum heim og þá er sirka mánuður í mót, svo þurfum við bara að vera ferskir, spila einhverja æfingaleiki og vera klárir þegar fyrstu leikur er."

Athugasemdir