Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   mán 22. apríl 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ómar Castaldo til Ólafsvíkur (Staðfest)
Ómar í leik með Þór í fyrra.
Ómar í leik með Þór í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ómar Castaldo Einarsson hefur fengið félagaskipti til Víkings Ólafsvíkur og mun spila með liðinu í 2. deild í sumar.

Ómar er 23 ára markvörður sem var í leikmannahópi Þórs í fyrra og lék tvo leiki í bikarnum. Hann gerði tveggja ára samning við Þór fyrir síðasta tímabil en í vetur varð ljóst að hann yrði ekki áfram.

Ómar er uppalinn í KR og lék á sínum tíma fimm leiki fyrir unglingalandsliðin. Hann á að baki 21 leik í B-deild, 22 í C-deild og 18 leiki í D-deild, alla fyrir KV.

2. deild byrjar 4. maí og Víkingur Ólafsvík á leik gegn Völsungi á heimavelli í fyrstu umferð.

Ómar var á varamannabekknum í liði ársins í 3. deild sumarið 2020 og í 2. deild sumarið 2021.
Athugasemdir
banner
banner