Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   þri 22. apríl 2025 22:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Emery: Getum ekki eytt tímanum í þennan leik
Mynd: EPA
Unai Emery, stjóri Aston Villa, segir að það sé ekki tími til að staldra við eftir svekkjandi tap gegn Man City í kvöld. Aston Villa er áfram í 7. sæti, tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti eftir tapið.

„Við getum ekki eytt tímanum í þetta. Við börðumst vel og náðum næstum því í jafntefli. Við reyndum að vinna með skiptingum en þeir líka og þeir skoruðu," sagði Emery.

Aston Villa mætir Crystal Palace í undanúrslitum enska bikarsins á laugardaginn.

„Við verðum að vera jákvæðir. Ég mun fara yfir þennan leik, við erum að reyna einbeita okkur að leiknum á laugardaginn."
Athugasemdir
banner
banner
banner