Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fös 02. maí 2025 12:36
Daníel Rúnarsson
Lengjudeildin í beinni á Fótbolti.net í kvöld
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Lengjudeild karla hefst í kvöld með fimm leikjum en allir verða þeir í beinni útsendingu á Fótbolti.net í samstarfi við Livey. Jafnframt verður textalýsing frá öllum leikjum. Þetta er hluti af samstarfi Fótbolta.net og Livey sem heldur áfram út tímabilið.

Í hverri umferð verður einn leikur sýndur í opinni dagskrá en áskrift að Livey þarf til að horfa á aðra leiki en einnig tryggir áskriftin aðgang að hinum ýmsu knattspyrnudeildum líkt og Spænsku deildinni og bikar, ítölsku deildinni og bikar og svo mætti lengi telja.

Leikur Fjölnis og Keflavíkur verður sýndur í opinni dagskrá og hefst klukkan 18:30 en aðrir leikir kvöldsins verða líka sýndir í lokaðri dagskrá fyrir áskrifendur.


Hægt er að skrá sig í áskrift hér að neðan en lesendur Fótbolta.net geta nýtt sér kynningartilboð sem tryggir 30% afslátt af fyrstu þremur mánuðunum með kóðanum "Fotbolti.net" (án gæsalappa)


Athugasemdir
banner
banner
banner