Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fös 02. maí 2025 11:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
De Gea: Æfði þúsund sinnum með honum og hann skoraði aldrei með hægri
Mynd: EPA
Brasilíski kantmaðurinn Antony skoraði í gær annað af mörkum Real Betis sem vann 2-1 sigur á Fiorentina í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Sambandsdeildinni. Í marki Fiorentina stóð David de Gea en hann og Antony voru liðsfélagar hjá Manchester United tímabilið 2022/23.

Antony skoraði með frábæru hægri fótar skoti í gær og gat spænski markmaðurinn samglaðst með sínum fyrrum liðsfélaga.

„Ég æfði 1000 sinnum með Antony og hann skoraði aldrei með hægri fætinum á neinni æfingu," sagði De Gea við Movistar.

„Ég er ánægður fyrir hans hönd því hann var að koma úr erfiðleikum hjá United og núna er hann að sýna sitt besta," sagði De Gea eftir leikinn.


Athugasemdir
banner
banner