Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
banner
mánudagur 14. apríl
Besta-deild karla
laugardagur 12. apríl
Mjólkurbikar karla
föstudagur 11. apríl
Meistarar meistaranna konur
þriðjudagur 8. apríl
Þjóðadeild kvenna
laugardagur 5. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 4. apríl
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 3. apríl
Mjólkurbikar karla
sunnudagur 30. mars
Meistarar meistaranna
föstudagur 28. mars
Bosemótið - Úrslit
Úrslit Lengjubikars kvenna
þriðjudagur 25. mars
Kjarnafæðimót - úrslit
Milliriðill U19
Vináttulandsleikur U21
sunnudagur 23. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
laugardagur 22. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
fimmtudagur 20. mars
Umspil Þjóðadeildarinnar
miðvikudagur 19. mars
U19 milliriðill
þriðjudagur 18. mars
Undanúrslit Lengjubikarsins
föstudagur 14. mars
þriðjudagur 25. febrúar
Þjóðadeild kvenna
föstudagur 21. febrúar
fimmtudagur 20. febrúar
Sambandsdeildin
föstudagur 31. janúar
Úrslitaleikur Þungavigtarbikarsins
fimmtudagur 30. janúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
föstudagur 2. maí
Úrvalsdeildin
Man City 1 - 0 Wolves
Bundesligan
Heidenheim 0 - 0 Bochum
Frauen
Essen W 0 - 0 Freiburg W
WORLD: International Friendlies
Sweden U-16 0 - 3 Czech Republic U-16
Switzerland U-16 0 - 2 Iceland U-16
Serie A
Torino 1 - 1 Venezia
Eliteserien
Ham-Kam 0 - 0 KFUM Oslo
Toppserien - Women
Bodo-Glimt W 3 - 1 Kolbotn W
SK Brann W 2 - 0 Honefoss W
Úrvalsdeildin
Akron 1 - 0 Dynamo Mkh
La Liga
Vallecano 1 - 0 Getafe
fös 02.maí 2025 11:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 2. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Keflavík er spáð öðru sætinu og er fyrsta liðið inn í umspilið.

Keflvíkingar fagna marki.
Keflvíkingar fagna marki.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur.
Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri Kristinn sneri aftur til Keflavíkur.
Sindri Kristinn sneri aftur til Keflavíkur.
Mynd/Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Stefan Alexander Ljubicic ætti að geta raðað inn í Lengjudeildinni ef hann verður heill.
Stefan Alexander Ljubicic ætti að geta raðað inn í Lengjudeildinni ef hann verður heill.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Gabríel Aron hefur verið að standa sig vel.
Gabríel Aron hefur verið að standa sig vel.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Axel Ingi Jóhannesson.
Axel Ingi Jóhannesson.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliðinn Frans Elvarsson.
Fyrirliðinn Frans Elvarsson.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Muhamed Alghoul var fenginn til Keflavíkur í vetur.
Muhamed Alghoul var fenginn til Keflavíkur í vetur.
Mynd/NK Dubrava
Hvað gerir Keflavík í sumar?
Hvað gerir Keflavík í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. Keflavík, 217 stig
3. HK, 204 stig
4. Þróttur R., 166 stig
5. Þór, 152 stig
6. Njarðvík, 136 stig
7. ÍR, 112 stig
8. Grindavík, 101 stig
9. Leiknir R., 100 stig
10. Fjölnir, 82 stig
11. Selfoss, 49 stig
12. Völsungur, 24 stig

2. Keflavík
Í öðru sæti í spánni er Keflavík, liðið sem þurfti að bíta í það súra epli að tapa í umspilinu um sæti í Bestu deildinni í fyrra. Þeir fóru á Laugardalsvöll og töpuðu þar gegn Aftureldingu í lokuðum leik, og taka því annað tímabil í Lengjudeildinni. Síðasta sumar byrjaði með látum fyrir Keflavík þar sem þeir slógu verðandi Íslandsmeistara Breiðabliks út úr Mjólkurbikarnum, en þeir byrjuðu deildina ekki af eins miklum krafti - voru frekar lengi í gang þar. Þeir voru til að mynda í níunda sæti þegar deildin var hálfnuð. En þeir léku mjög vel seinni hlutann og voru aðeins einu stigi frá því að vinna deildina. Keflavík er félag sem á að vera í efstu deild og spurning hvort þetta gangi hjá þeim í sumar.

Þjálfarinn: Haraldur Freyr Guðmundsson er að fara inn í sitt annað heila tímabil sem þjálfari Keflavíkur. Hann tók við liðinu undir lok tímabilsins 2023 þegar Keflavík féll úr Bestu deildinni. Haraldur var aðstoðarmaður Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar með Keflavíkurliðið þar áður en auk þess fyrrum fyrirliði Keflavíkur og þá er hann fyrrum þjálfari Reynis í Sandgerði þar sem hann gerði fína hluti. Það rennur dökkblátt blóð í æðum Haraldar og er hann mjög vinsæll hjá félaginu eftir allt sem hann hefur gert fyrir það. Núna er næsta verkefni að koma liðinu upp um deild.

Álit Badda
Baldvin Már Borgarsson, þjálfari Árbæjar, er sérfræðingur Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina. Hann rýnir í öll liðin fyrir tímabilið sem er framundan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Er enn sterkara í ár
„Keflvíkingar koma á góðu róli inn í mótið, liðið var flott í fyrra og er enn sterkara í ár."

„Stemningin hefur farið vaxandi í kringum liðið og eru margir heimastrákar að spila."

„Keflvíkingar munu vera í hörku baráttu um beint sæti í efstu deild í sumar."

Leiðin úr Lengjunni er hlaðvarpsþáttur tileinkaður næst efstu deild karla í fótbolta. Þáttarstjórnendur eru Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson og Sölvi Haraldsson. Þeir velja tvo lykilmenn og einn sem gaman verður að fylgjast með úr hverju liði í Lengjudeildinni.

Lykilmenn: Sindri Kristinn Ólafsson og Stefan Alexander Ljubicic
Lykilmenn: Keflavíkurliðið er eitt best skipaða lið deildarinnar á pappír og á að gera atlögu að því að fara beint upp. Til þess að það geti raungerst eru þó ákveðnir leikmenn sem verða að stíga upp og eiga gott tímabil. Sindri Kristinn Ólafsson sem fengin var heim til að verja mark Keflavíkur í meiðslum Ásgeirs Orra Magnússonar er einn af þeim. Hann hefur átt sínar bestu stundir í búningi Keflavíkur og vonast þeir til að Sindri sýni gamalkunna takta í markinu og verði besti markvörður deildarinnar. Nacho Heras þarf líka að eiga gott tímabil og binda saman varnarlínuna. Keflvíkingar binda svo miklar vonir við að Stefan Alexander Ljubicic finni markaskóna fljótt eftir að hann snýr til baka úr meiðslum. Stefán var mjög heitur fyrir framan markið í vetur áður en hann meiddist og skoraði meðal annars sjö mörk í fjórum leikjum í Lengjubikarnum.

Gaman að fylgjast með: Gabríel Aron Sævarsson
Gabríel hefur verið að spila nokkuð í vor í fjarveru Stefans í framlínu Keflavíkur. Þótt hans megin hlutverk í sumar verði eflaust að styðja við Stefan í framlínu liðsins binda Keflvíkingar vonir við hann. Hann hefur sýnt það í leikjum liðsins í Mjólkurbikarnum í vor að það búa mörk í honum og nái hann góðum takti snemma gæti sumarið orðið gefandi fyrir leikmanninn unga. Keflvíkingar eru ágætlega settir með unga leikmenn og í hægri bakverðinum er hinn 21 árs Axel Ingi Jóhannesson fastamaður. Hefur tekið stórstigum framförum á síðustu árum og er í dag einn allra mest spennandi bakvörður deildarinnar ef ekki hreinlega landsins.

Komnir:
Stefan Alexander Ljubicic frá Svíþjóð
Marin Mudrazija frá Kósovó
Sindri Kristinn Ólafsson frá FH
Hreggviður Hermannsson frá Njarðvík
Eiður Orri Ragnarsson frá KFA
Mihajlo Rajakovac frá Ítalíu
Muhamed Alghoul frá Króatíu
Marin Brigic frá Króatíu
Björn Bogi Guðnason

Farnir:
Sami Kamel til Noregs
Ásgeir Helgi Orrason í Breiðablik (var á láni)
Mihael Mladen til Króatíu
Rúnar Ingi Eysteinsson í Þrótt Vogum (á láni)
Óliver Andri Einarsson í ÍR
Sigurður Orri Ingimarsson í ÍR
Oleksii Kovtun til Austurríkis
Mamadou Diaw



Fyrstu þrír leikir Keflavíkur:
2. maí, Fjölnir - Keflavík (Egilshöll)
9. maí, Keflavík - Þróttur R. (HS Orku völlurinn)
18. maí, Þór - Keflavík (Boginn)
Athugasemdir