Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fös 02. maí 2025 10:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aston Villa íhugar að reyna við De Bruyne
Mynd: EPA
Aston Villa er að skoða hvort félagið eigi að reyna fá belgíska miðjumanninn Kevin De Bruyne í sínar raðir en Belginn verður samningslaus í sumar.

De Bruyne hefur verð hjá Manchester City frá því félagið keypti hann af Wolfsburg sumarið 2015.

Hann hefur verið einn allra besti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar og unnið fjöldan allan af titlum með City liðinu.

Þegar hefur verið gefið út að hann verður ekki áfram hjá City á næsta tímabili og hefur hann verið orðaður við bæði Sádi-Arabíu og bandarísku MLS deildina.

Hann er 33 ára og hefur á sínum ferli skorað 154 mörk í 646 keppnisleikjum á sínum félagsliðaferli og 30 mörk í 109 landsleikjum.
Athugasemdir
banner
banner