Justin Kluivert hefur átt mjög gott tímabil með Bournemouth og virðist vera búinn að ná fótfestu á sínum ferli eftir að hafa verið á miklu flakki í upphafi ferilsins.
Kluivert verður 26 ára á mánudaginn. Hann hefur þegar prófað sex stærstu deildir Evrópu og hefur skorað í þeim öllum.
Bournemouth hefur átt nokkuð gott tímabil, liðið er í 10. sæti sem stendur og á möguleika á Evropusæti með góðum endaspretti.
Kluivert verður 26 ára á mánudaginn. Hann hefur þegar prófað sex stærstu deildir Evrópu og hefur skorað í þeim öllum.
Bournemouth hefur átt nokkuð gott tímabil, liðið er í 10. sæti sem stendur og á möguleika á Evropusæti með góðum endaspretti.
„Ég þarf að komast í heimsmetabók Guinness," segir Justin sem er sonur goðsagnarinnar Patrick.
„Ég held að ég sé fyrsti leikmaðurinn til að skora í sex stærstu deildunum - ef sú hollenska er sjötta stærsta."
Rúmeninn Florin Raducioiu og Svartfellingurinn Stevan Jovetic eru ásamt Kluivert einu tveir sem hafa skorað í topp fimm deildunum; þeirri ensku, þýsku, spænsku, frönsku og ítölsku.
Kluivert hefur skorað fyrir Ajax, Roma, RB Leipzig, Nice og Valencia. Bournemouth keypti hann á tæpar 10 milljónir punda sumarið 2023. Hann hefur á þessu tímabili skorað tólf mörk og lagt upp sex í 30 úrvalsdeildarleikjum á tímabilinu.
Athugasemdir