Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fös 02. maí 2025 13:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Staðfestir að Chelsea mun standa heiðursvörð á sunnudag
Mynd frá 2019 þegar KR varð Íslandsmeistari.
Mynd frá 2019 þegar KR varð Íslandsmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Chelsea tekur á móti Liverpool á sunnudag í 35. umferð ensku úrvasldeildarinnar. Það verður fyrsti leikur Liverpool eftir að liðið varð meistari og Enzo Maresca, stjóri Chelsea, staðfesti í dag að liðið mun standa heiðursvörð fyrir leikinn.

„Já, það er hefð. Við verðum að gera það og við munum gera það. Þeir hafa unni úrvalsdeildina svo þeir eiga það skilið," segir Maresca.

Það er sýnilegt bil á milli Chelsea og Liverpol en Maresca finnst sitt lið vera á leið í rétta átt. „Það er mín tilfinning og vonandi mun þetta bil fara minnkandi."

„Þeir hafa sýnt stöðugleika. Hluta tímabilsins vorum við mjög góðir, og svo töpuðum við leikjum. Það er ástæðan fyrir bilinu. Þeir eru með reynslumikla leiknenn sem vita hvernig á að vinna leiki. Þeir eru með eitthvað meira en við. Liðið okkar á næsta tímabili verður betra þegar kemur að reynslu. Leikmenn eins og Levi Colwill eru að vaxa. Vonandi munu fleiri vaxa og þeir eru að öðlast reynslu,"
segir Maresca.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 34 25 7 2 80 32 +48 82
2 Arsenal 34 18 13 3 63 29 +34 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 34 19 5 10 65 44 +21 62
5 Chelsea 34 17 9 8 59 40 +19 60
6 Nott. Forest 34 18 6 10 53 41 +12 60
7 Aston Villa 34 16 9 9 54 49 +5 57
8 Fulham 34 14 9 11 50 46 +4 51
9 Brighton 34 13 12 9 56 55 +1 51
10 Bournemouth 34 13 11 10 53 41 +12 50
11 Brentford 34 14 7 13 58 50 +8 49
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Man Utd 34 10 9 15 39 47 -8 39
15 Everton 34 8 14 12 34 41 -7 38
16 Tottenham 34 11 4 19 62 56 +6 37
17 West Ham 34 9 9 16 39 58 -19 36
18 Ipswich Town 34 4 9 21 33 74 -41 21
19 Leicester 34 4 6 24 27 76 -49 18
20 Southampton 34 2 5 27 25 80 -55 11
Athugasemdir
banner