Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   fös 02. maí 2025 11:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Howe: Ólíklegt að hann spili aftur á tímabilinu
Vann deildabikarinn með Newcastle í vetur.
Vann deildabikarinn með Newcastle í vetur.
Mynd: EPA
Newcastle er í hörku baráttu um Meistaradeildarsæti þegar fjórar umferðir eru eftir af ensku úrvalsdeildinni. Liðið varð fyrir áfalli á dögunum þegar brasilíski miðjumaðurinn Joelinton varð fyrir hnémeiðslum.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, segir ólíklegt að Joelinton spili aftur á tímabilinu.

„Með Joe þá geturu aldrei afskrifað hann. Hann er svo innstilltur á að koma aftur. Við fengum álit frá sérfræðingi og það kom ekkert alvarlegt í ljós. Hann þurfti samt hvíld og er í Brasilíu. Við munum bíða og sjá hvort við getum náð honum til baka fyrir lok tímabilsins, en það er ólíklegt," sagði stjórinn.

Lewis Miley, Sean Longstaff og Joe Willock koma til greina í liðið í stað Joelinton. Hann, Sandro Tonali og Bruno Guimaraes hafa myndað eina bestu miðju ensku deildarinnar í vetur.

Newcastle á eftir að spila gegn Brighton, Chelsea, Arsenal og Everton. Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 34 25 7 2 80 32 +48 82
2 Arsenal 34 18 13 3 63 29 +34 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 34 19 5 10 65 44 +21 62
5 Chelsea 34 17 9 8 59 40 +19 60
6 Nott. Forest 34 18 6 10 53 41 +12 60
7 Aston Villa 34 16 9 9 54 49 +5 57
8 Fulham 34 14 9 11 50 46 +4 51
9 Brighton 34 13 12 9 56 55 +1 51
10 Bournemouth 34 13 11 10 53 41 +12 50
11 Brentford 34 14 7 13 58 50 +8 49
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Man Utd 34 10 9 15 39 47 -8 39
15 Everton 34 8 14 12 34 41 -7 38
16 Tottenham 34 11 4 19 62 56 +6 37
17 West Ham 34 9 9 16 39 58 -19 36
18 Ipswich Town 34 4 9 21 33 74 -41 21
19 Leicester 34 4 6 24 27 76 -49 18
20 Southampton 34 2 5 27 25 80 -55 11
Athugasemdir
banner
banner
banner