
Valur Þór er skemmtilegur leikmaður og skemmtilegur karakter sem uppalinn er í Keflavík og hefur leikið þar allan sinn feril. Hann steig sín fyrstu skref í meistaraflokki með Keflavík sumarið 2022 og hefur síðan þá leikið 46 KSÍ-leiki og skorað í þeim sex mörk.
Valur skoraði þrjú mörk í 23 leikjum í Lengjudeildinni síðasta sumar, en í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Valur skoraði þrjú mörk í 23 leikjum í Lengjudeildinni síðasta sumar, en í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Valur Þór Hákonarson
Gælunafn: Valli Konna, Slátrarinn, Targetmaðurinn, Valkon.
Aldur: 21 árs
Hjúskaparstaða: Eiginlega á lausu samt ekki
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Það var á móti Fjölni 2020 minni mig, kom inná og skoraði með fyrstu snertingu, það voru senur
Uppáhalds drykkur: Strawberry Dreams Monster er í miklu uppáhaldi núna
Uppáhalds matsölustaður: Fer líklega oftast á Serrano en Souvlaki a Oriento er eitthvað það besta sem ég fæ vá
Uppáhalds tölvuleikur:2017-19 fornite, held það verði aldrei toppað
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Er þvi miður ekki kominn í þetta
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Breaking Bad
Uppáhalds tónlistarmaður: Búinn að vera mikið í Helga T og félögum núna annars er Drake líka alltaf málið
Uppáhalds hlaðvarp: Doc
Uppáhalds samfélagsmiðill: Líklega Insta
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fótbolti.net
Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar Hafliðason ekkert eðlilega fyndinn og Tommi Magg
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Hann er að gista heima” frá mömmu um bróðir minn sem gisti heima i gær, geðveikt
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei og allt það en Njarðvík. Svo neikvæð orka í njarðvíkingum.
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Mætti einu sinni Ásgeir Helga leikmanni Breiðabliks i 2.flokk, hef ekki séð svona gæði áður
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Halli og Bói
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Alveg örugglega toppnáungi en Jökull í Aftureldingu, lenti í einhverju samstuði við hann seinasta sumar og hann rotaði mig. Eins og að hlaupa a vegg.
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Rúnar Þór Sigurgeirsson og Guðmundur Steinarsson
Sætasti sigurinn: Ekki sigur en jafntefli á móti KA i 2.flokk var það eina sem þurfti svo við myndum vinna B-deildina, svo gaman????
Mestu vonbrigðin: Vonbrigði að tapa á móti Aftureldingu í fyrra klárlega og síðan líka leiðinlegt að tapa úrslitaleik í bikar á móti Val í 2.flokk. Tvíburabróðir minn klúðraði loka vítaspyrnunni.
Uppáhalds lið í enska:Því miður er það Tottenham
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Fá Ásgeir Helga heim, djöfull myndi hann plumma sig vel
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Baldur Logi það eru einhver rugl gæði
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Benoný Haraldsson
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Erla Sól er fín
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: Messi
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Ég myndi taka upp bláa spjaldið, 2 mín brottvísun. Það væri ótrúlega gott fyrir menn eins og Gunnlaug Fannar.
Uppáhalds staður á Íslandi: Paddys í Keflavík
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Vinur minn Benoný Haraldsson spilaði einu sinni einhverja 7 sigurleiki í röð með smokk, það var gott grín.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ekkert svoleiðis, teipa á mér puttana reyndar alltaf
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já íslenskum körfubolta i playoffs og smá í NBA
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike eitthvað
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Var eiginlega bara lélegur i öllu, því miður
Vandræðalegasta augnablik: Það kemur bara ekkert upp í huga, sorry hvað eg er boring
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Benoný Haraldss, Róbert Quental og Kári Fúsa. Væri gaman að hlusta a þessa stráka blaðra.
Bestur/best í klefanum og af hverju: Stefán Jón Friðriksson er ógeðslega skemmtilegur strákur og er algjört klefadýr
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Segja hvaða seríu og af hverju (dæmi: Survivor, Love Island, Idol, Got Talent) Frekar augljóst Kári Sigfússon í Love Island
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er tvíburi
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Edon Osmani, ég vissi ekki að hann væri svona mikill shagger
Hverju laugstu síðast: Að Edon Osmani sé shagger
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun hja Bóa daginn fyrir leik
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Axel Inga Jóhanesson, afhverju hann var að kýla mann og annan í playoffs á móti ÍR í fyrra. Skil ekki hvað fór í gegnum hausinn á honum.
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Mæta á völlinn og styðja ykkar menn, verður skemmtilegt sumar.
Athugasemdir