Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   þri 22. apríl 2025 23:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Svakalegir yfirburðir hjá Barcelona
Mynd: EPA
Barcelona lagði Mallorca í spænsku deildinni í kvöld og er með sjö stiga forystu á Real Madrid í titilbaráttunni en Real á leik til góða.

Hansi Flick gerði breytingar á liðinu en liðið mætir Real í úrslitum spænska bikarsins um helgina. Leikmenn á borð við Jules Kounde, Raphinha, Pau Cubarsi og Frenkie de Jong byrjuðu á bekknum. Þá var Ansu Fati í byrjunarliðiinu í annað sinn á tímabilinu í deildinni.

Þetta var einstefna frá A til Ö en Barcelona átti 40 tilraunir að marki og 13 þeirra fóru á markið. Leo Ramon áttii frábæran leik í marki Mallorca en honum tókst ekki að koma í veg fyrir mark Dani Olmo strax í upphafi seinni hálfleiks.

Olmo fékk boltann inn á teignum og skoraði með hnitmiðuðu skoti í hornið og tryggði Barcelona stigin þrjú.

Valencia og Espanyol eru með jafn mörg stig í 13. og 14. sæti eftir jafntefli liðanna í kvöld.

Barcelona 1 - 0 Mallorca
1-0 Dani Olmo ('46 )

Valencia 1 - 1 Espanyol
0-1 Javi Puado ('40 )
1-1 Javier Guerra Moreno ('57 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 33 24 4 5 89 32 +57 76
2 Real Madrid 33 22 6 5 66 31 +35 72
3 Atletico Madrid 33 19 9 5 56 27 +29 66
4 Athletic 33 16 12 5 50 26 +24 60
5 Villarreal 33 15 10 8 56 45 +11 55
6 Betis 33 15 9 9 50 41 +9 54
7 Celta 33 13 7 13 50 49 +1 46
8 Osasuna 33 10 14 9 40 46 -6 44
9 Mallorca 33 12 8 13 31 38 -7 44
10 Real Sociedad 33 12 6 15 32 37 -5 42
11 Vallecano 33 10 11 12 35 42 -7 41
12 Valencia 33 9 12 12 37 49 -12 39
13 Getafe 33 10 9 14 31 30 +1 39
14 Espanyol 33 10 9 14 35 42 -7 39
15 Sevilla 33 9 10 14 35 44 -9 37
16 Girona 33 9 8 16 40 52 -12 35
17 Alaves 33 8 10 15 35 46 -11 34
18 Las Palmas 33 8 8 17 38 53 -15 32
19 Leganes 33 6 12 15 30 49 -19 30
20 Valladolid 33 4 4 25 24 81 -57 16
Athugasemdir
banner
banner
banner