fös 22. maí 2020 07:00
Fótbolti.net
Benedikt Bóas spáir í 3. umferð færeysku Betri-deildarinnar
Benedikt Bóas (fyrir miðju) hress á þjóðarleikvangi Færeyja.
Benedikt Bóas (fyrir miðju) hress á þjóðarleikvangi Færeyja.
Mynd: Twitter
Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður á Fréttablaðinu, er mikill vinur Færeyja og vel við hæfi að hann sjái um að spá í 3. umferð færeysku Betri-deildarinnar sem hefst í kvöld.

Gunnar Nielsen, markvörður FH og færeyska landsliðsins, var með alla leikina rétta í síðustu umferð svo það er pressa á Benna.

Víkingur 3 - 1 NSÍ Runavík (í kvöld klukkan 18)
Stórslagur umferðarinnar og ég er ánægður með færeyska Birki Sveins að hafa þennan leik sér á báti á föstudegi. Eins og ég hef stundum sagt; Við ættum að horfa miklu meira til Færeyja um hvernig eigi að gera hlutina varðandi knattspyrnu.

NSÍ er auðvitað með Klæmint Andrasson Olsen, markahrókinn mikla, í sínum röðum og þó hann skori eitt þá dugar það ekki til því Víkingarnir eru komnir af stað eftir svekkjandi jafntefli í fyrstu umferð. Stórsigur þeirra í síðustu umferð gegn Skálamönnum 5-2 sýnir það. Hendi 3-1 á heimamenn og það verður rífandi stuð í Skerpugerði fram eftir kvöldi.

B36 3 - 0 Skála (á morgun klukkan 13)
B36 í Gundadal. Þar er gott að horfa á fótbolta. Liðið er talið sigurstranglegt í ár og ég get einfaldlega ekki séð Skálamenn koma til Þórshafnar og ná í eitthvað. Set auðveldan 3-0 sigur á heimamenn. Arni Frederiksberg skorar allavega eitt. Segjum eftir hornspyrnu.

Fuglafjörður 0 - 2 Klaksvík (á morgun klukkan 15)
Þarna langar mig að setja X því mér þykir of vænt um þessi tvö lið. Í Fuglafirði fékk ég eitt albesta kaffi sem ég hef smakkað hjá bæjarhetjunni Dánjal á Lakjuni og í Klaksvík sátum við á dásamlegu kaffihúsi, alveg við sjóinn og kaldari bjór hef ég ekki fengið. Þvílík dásemd. Maður saknar Fjöreyja þegar maður skrifar svona. En auðvitað vinnur Klaksvík nokkuð sannfærandi 0-2. Jóannes Bjartalíð heldur áfram góðu gengi og skorar allavega annað markið.

EB/Streymur 1 - 0 TB Tvöeroyri (á morgun klukkan 17)
Botnliðin. Þekki lítið til TB þó það sé stofnað 1892. Minnir að þeir hafi verið í fyrstu deild þegar við vorum á okkar ferðalagi um eyjarnar. En ég hef leikið mér í fótbolta á velli EB/Streyms enda passa Færeyingar að allir geti spilað fótbolta og hafa vellina ekki lokaða og það eru boltar í öllum hornum. Sem er stórkostlegt. Held með EB/Streymur í þessum leik. Set 1-0. Niklas Kruse skorar.

AB Argir 0 - 3 HB (sunnudag klukkan 14)
Þetta eru erfiðir dagar fyrir AB Argir sem áttu ekki séns í B36 síðast og töpuðu 3-0. HB menn ætla sér titilinn og ég sé einfaldlega ekki að AB eigi möguleika í þessum leik. Því miður. Þeir brotna eftir fyrsta markið og þetta endar með stórsigri 0-5. René Joensen verður allt í öllu. Leggur upp þrjú og skorar tvö.

Fyrri spámenn:
Gunnar Nielsen (5 réttir)
Brynjar Hlöðversson (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner