Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. maí 2020 09:00
Magnús Már Einarsson
Geisladiskur gaf Gylfa sénsinn hjá Reading
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson fékk tækifæri til að fara til Englands á reynslu sem unglingur eftir að bróðir hans Ólafur Már Sigurðsson, sendi myndbönd af honum á geisladisk til félaga í Englandi. Gylfi fór meðal annars til Preston og fleiri félaga á reynslu áður en hann gekk í raðir Reading þegar hann var 16 ára.

„Áhugi minn á enska boltanum byrjaði þegar ég var mjög ungur. Enska úrvalsdeildin var í sjónvarpinu og pabbi minn og bróðir minn horfðu á leiki þar," sagði Gylfi í viðtali við Mirror í dag.

„Ég sat með þeim á sunnudögum og horfði á fótbolta. Síðan fór bróðir minn nokkrum sinnum með mér til Englands þar sem ég æfði með nokkrum félögum."

„Bróðir minn endaði á að senda geisladiska til félaga og ég fékk að fara á reynslu á nokkrum stöðum áður en ég skrifaði undir hjá Reading."

„Á þessum tíma var erfiðara að taka skrefið. Sem betur fer áttum við nokkra geisladiska og bróðir minn sendi einn þeirra til Reading og ég skrifaði á endanum undir þar."

Athugasemdir
banner
banner