Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. maí 2020 16:30
Miðjan
Sendi KR-inga í stórfiskaleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Janus Guðlaugsson er gestur Hafliða Breiðfjörð í Miðjunni í þessari viku. Janus rifjar þar upp þegar hann og Atli Eðvaldsson tóku við KR af Ivan Sochor í ágúst 1993 en þá var liðið í fallbaráttu.

Janus segist hafa látið KR-inga fara í ýmsa leiki á æfingum til að fá gleði í leikmannahópinn.

„Ég fór í barnaleiki með þá til að fá gleði í þá. Við fórum í stórfiskalek og skothittni og annað. Því var vel tekið," sagði Janus í viðtalinu.

Janus segist einnig hafa boðið leikmönnum upp á ávexti eftir æfingar til að þeir myndu fá orku eftir æfingar.

„Það var líka mikil endurheimt. Eftir hverja einustu æfingu voru bananar og ávextir í boði. Fyrstu 2-3 æfingarnar var lítið snert á ávöxtunum. Jónas Kristins, framkvæmdastjóri KR og bróðir Rúnars var okkur innan handar. Hann var alltaf með þetta tilbúið.
Eftir viku var aldrei neinn ávöxtur eftir. Þetta varð til þess að formið hjá þeim fór upp á við. Mig minnir af 14 eða 15 stigum sem voru í pottinum fengum við 11 eða 12."


Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Miðjan - Janus var landsliðsmaður í handbolta og fótbolta
Athugasemdir
banner
banner
banner