Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. maí 2020 23:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Toppliðin ósnertanleg í fyrra en ekki núna
Valur vann 16 leiki í fyrra, gerði tvö jafntefli og tapaði engum. Bæði jafnteflin komu gegn Breiðablik, sem vann 15 leiki, gerði þrjú jafntefli og tapaði engum.
Valur vann 16 leiki í fyrra, gerði tvö jafntefli og tapaði engum. Bæði jafnteflin komu gegn Breiðablik, sem vann 15 leiki, gerði þrjú jafntefli og tapaði engum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi Max-deild kvenna fer af stað í næsta mánuði og er spennan farin að magnast fyrir tímabilinu.

Í hlaðvarpsþættinum Heimavellinum fyrr í vikunni var spáð í spilin fyrir Pepsi Max-deild kvenna í sumar. Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir fóru yfir málin með Báru Kristbjörgu Rúnarsdóttur

Þær spá Blikum titlinum og Val öðru sæti en þær búast við jafnari deild í ár en í fyrra þegar Blikar og Valskonur stungu af.

„Mér fannst Fylkir og KR aldrei líkleg til að vera að taka stig af toppliðunum í fyrra," sagði Mist. „Mér fannst þessi topp tvö lið nánast ósnertanleg á sama tíma í fyrra, mér finnst það ekki alveg núna."

„Ég er spenntust að sjá Fylki því mér finnst þær hafa vaxið svo svakalega mikið með þessari styrkingu sem þær hafa fengið og hvernig þær spila. Ég var alveg með það inn í myndinni að þær geri tilkall (að titlinum) en þá kemur markaskorunin inn sem maður veit ekki alveg með. Mér finnst liðið þeirra mjög spennandi og Selfoss líka," sagði Bára.

Gera má ráð fyrir meira af spennandi leikjum í toppbaráttunni. „Ég held að það verði mikli fleiri skemmtilegir og spennandi leikir," sagði Hulda.

„Það er jákvætt að Anna hafi ekki farið í Breiðablik eða Val. Með þessum félagaskiptum ertu að ýta einu liði (Selfoss) nær toppnum," sagði Bára, en umræðuna má í heild sinni hlusta á hér að neðan, en hún er undir lok þáttarins. Það er einnig talað um það hvort að liðin í neðri hlutanum verði mögulega slakari en liðin í neðri hlutanum í fyrra.
Heimavöllurinn - Spá fyrir Pepsi Max 2020
Athugasemdir
banner
banner
banner