Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
banner
   sun 22. maí 2022 20:10
Sverrir Örn Einarsson
Frans: Held að ég hafi bara aldrei unnið FH í efstu deild
Frans Elvarsson
Frans Elvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var að hugsa það áðan ég held að ég hafi bara aldrei unnið FH í efstu deild síðan ég byrjaði í Keflavík þannig að það er bara fínt að ná loksins fyrsta sigrinum á móti þeim.“ Sagði Frans Elvarsson leikmaður Keflavíkur eftir 2-1 sigur hans manna á FH fyrr í dag en Keflavík hafði fyrir leikinn ekki unnið deildarsigur á FH síðan í maímánuði árið 2009.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 FH

Keflavík lék á köflum fínan fótbolta í fyrri hálfleik og kom sér í nokkrar álitlegar stöður auk þess að skora mörkin tvö. Síðari hálfleikur snerist meira um baráttu og hörku en þeim tókst að halda fengnum hlut og stigunum þremur.+

„Þetta var svolítill barningur allan leikinn. Völlurinn ekki enná orðin góður það er náttúrulega ennþá bara maí. En við erum bara mjög sáttir að fá þrjú stig. Okkur finnst við hafa verið óheppnir í síðustu leikjum höfum átt góða leiki en úrslitin ekki fylgt með.“

Frans sem er að stíga upp úr meiðslum var tekin af velli eftir um 70 mínútna leik. Er hann ekki alveg klár í 90 mínútur ennþá?

„Ég byrjaði aðeins að finna fyrir sömu meiðslum og hef verið að glíma við. Þannig að ég vildi ekkert vera taka einhvern séns og fara bara út af þegar ég byrjaði að finna fyrir þessu svo við missum þetta ekki í einhver langtímameiðsl. “

Sagði Frans en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner