Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. maí 2022 17:51
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Valgeir meiddist en heldur toppsætinu
Mynd: Guðmundur Svansson
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það var nóg um að vera í sænska boltanum í dag og er öllum leikjum dagsins lokið.


Valgeir Lunddal Friðriksson var á sínum stað í byrjunarliði Häcken sem er í toppbaráttunni. Hacken vann á útivelli gegn Malmö í dag en Valgeir fór af velli vegna meiðsla skömmu fyrir leikhlé. Mikill skellur fyrir Valgeir sem er að gera góða hluti í Svíþjóð.

Valgeir og félagar deila toppsæti deildarinnar með Hammarby og AIK og með leik til góða á AIK.

Malmö tapaði aftur á móti þriðja leiknum sínum í röð og er að dragast afturúr.

Davíð Kristján Ólafsson var í byrjunarliði Kalmar sem lagði Djurgården að velli og er komið í góða stöðu á töflunni eftir sigurinn.

Kalmar getur blandað sér í toppbaráttuna með sigrum í næstu umferðum.

Malmö 1 - 2 Häcken
0-1 A. Jeremejeff ('52)
0-2 G. Berggren ('61)
1-2 M. Abubakari ('77)

Kalmar 1 - 0 Djurgården
1-0 L. Saetra ('93)

Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði síðasta stundarfjórðunginn í góðum sigri Elfsborg gegn Göteborg. Bæði liðin eru með íslenska varamarkverði sem sátu á sitthvorum bekknum, Hákon Rafn Valdimarsson hjá Elfsborg og Adam Benediktsson hjá Gautaborg.

Ari Freyr Skúlason fékk þá síðasta hálftímann í 3-0 tapi Norrköping á útivelli gegn Hammarby. Jón Guðni Fjóluson var ekki með Hammarby vegna meiðsla en liðið deilir toppsæti deildarinnar með BK Häcken. 

Að lokum var Oskar Tor Sverrisson ekki í hóp er Varbergs lagði Degerfors að velli í neðri hlutanum.

Elfsborg 3 - 1 Göteborg
1-0 P. Frick ('9)
1-1 M. Berg ('35)
2-1 J. Larsson ('44)
3-1 O. Zanden ('55)

Hammarby 3 - 0 Norrköping
1-0 D. Bojanic ('32)
2-0 D. Bojanic ('61)
3-0 A. Selmani ('71)

Varbergs 2 - 1 Degerfors

Í B-deildinni var Alex Þór Hauksson í byrjunarliði Östers sem vann útileik gegn Trelleborgs.

Östers hefur farið vel af stað og stefnir upp í efstu deild. Liðið er í þriðja sæti, með 16 stig eftir 9 umferðir, þremur stigum eftir toppsætinu.

Trelleborgs 1 - 2 Östers


Athugasemdir
banner
banner
banner