Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
   mið 22. maí 2024 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Ákvað sjálfur að framlengja ekki - Hálf pirraður á ákvörðun Kompany
Jóhann Berg hefur borið fyrirliðabandið í landsliðin
Jóhann Berg hefur borið fyrirliðabandið í landsliðin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg og Vincent Kompany.
Jóhann Berg og Vincent Kompany.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson lék sinn síðasta leik með Burnley á sunnudaginn. Hann kom inn á í hálfleik gegn Nottingham Forest og lau þar átta ára veru hans hjá félaginu.

Jói Berg segir í í viðtali við Vísi að hann hafi sjálfur tekið ákvörðun um að framlengja ekki við félagið.

„Ég er búinn að vera þarna í átta ár og finnst ég eiga nóg inni, nokkur ár á háu stigi," sagði Jói sem var ekki sáttur við spiltímann seinni hluta „Mér fannst ég klárlega eiga heima í þessu liði."

„Hann (þjálfarinn) ákvað að fara í aðra átt, yngri leikmenn og öðruvísi leikmenn en mig. Ég var ekki sammála því, en það er bara hans ákvörðun og allt í góðu með það. Þannig að ég ákvað að þetta væri mitt síðasta ár með Burnley. Ég hef átt þarna frábæra tíma og vonandi á ég fram undan frábæra tíma annars staðar," sagði Jói.

Hann var spurður út í kveðjustundina gegn Nottingham Forest en það vakti athygli að stjórinn, Vincent Kompany, setti hann inn á í hálfleik.

„Ég bjóst ekki við að koma inn í hálfleik og var eiginlega hálf pirraður yfir því,“ sagði Jóhann. „Hann hefði bara átt að byrja mér eða koma seinna inn. Það var bara einhver ákvörðun sem hann ákvað að taka á þessum tímapunkti.“

„En þegar maður kom inn á klöppuðu áhorfendurnir fyrir manni og maður fann ástina frá þeim. Auðvitað er maður búinn að gefa gjörsamlega allt fyrir Burnley síðustu ár í gegnum upp og niður tíma líka. Maður hefur átt í erfiðleikum með meiðsli og þeir alltaf staðið við bakið á mér,"
sagði Jóhann Berg við Vísi.

Hann er 33 ára miðjumaður sem keyptur var til Burnley frá Charlton árið 2016. Hann lék alls 226 leiki fyrir Burnley og skoraði í þeim 14 mörk. Hann á að baki 91 landsleik og hefur skorað 8 mörk fyrir landsliðið. Hann er í landsliðshópnum fyrir komandi vináttuleiki gegn Englandi og Hollandi.

Smelltu hér til að nálgast viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner
banner
banner