Knattspyrnudeild ÍBV heldur Herrakvöld í Reykjavík föstudaginn 23 maí nk. í Víkingssalnum/Fram Safamýri 26.
Þar er ætlunin að skapa sannkallaða Eyja/ÍBV stemmingu og gera þetta að einstaklega skemmtilegu kvöldi.
Sérstakur heiðursgestur verður Ásgeir Sigurvinsson. Eyjamenn ætla að þakka honum sérstaklega fyrir hans framlag til íslenskrar knattspyrnu að tilefni að 70 ára afmæli hans 8 maí sl.
Veislustjóri verður Martin Eyjólfsson, betur þekktur sem Bjargvætturinn. Ræðumenn verða þeir Einar Kárason rithöfundur, Halldór Einarsson oftast kenndur við Henson og Ingólfur Hannesson fyrrverandi íþróttafréttamaður.
Þar er ætlunin að skapa sannkallaða Eyja/ÍBV stemmingu og gera þetta að einstaklega skemmtilegu kvöldi.
Sérstakur heiðursgestur verður Ásgeir Sigurvinsson. Eyjamenn ætla að þakka honum sérstaklega fyrir hans framlag til íslenskrar knattspyrnu að tilefni að 70 ára afmæli hans 8 maí sl.
Veislustjóri verður Martin Eyjólfsson, betur þekktur sem Bjargvætturinn. Ræðumenn verða þeir Einar Kárason rithöfundur, Halldór Einarsson oftast kenndur við Henson og Ingólfur Hannesson fyrrverandi íþróttafréttamaður.
Trúbador mun síðan halda uppi stemmingunni fram eftir kvöldi.
Verð er aðeins 11.900 kr. og er hægt að panta miða á [email protected] eða í síma 766-8134 (Hlynur Sigmars),
Takið daginn frá og komum fagnandi!
Athugasemdir