Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fim 22. júlí 2021 21:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Davíð Þór: Munurinn kom kannski aðeins í ljós þarna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég upplifði þetta þannig að við vorum alveg með þá undir control í fyrri hálfleik. Mér fannst varnarleikurinn okkar ganga 100% upp, fengum tvö ákjósanleg færi í fyrri hálfleik og fórum sáttir inn í hálfleikinn," sagði Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, eftir tap gegn Rosenborg í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 0 -  2 Rosenborg

„Við byrjum seinni hálfleikinn mjög vel en svo, eins og verður oft þegar fer mikil orka í varnarleikinn, missa menn einbeitinguna í skamma stund og lið eins og Rosenborg refsa okkur tvisvar fyrir það."

Það var ekki mikill munur á færafjölda liðanna í kvöld. Kom gæðamunurinn í ljós í þessum færum?

„Það er oft talað um muninn á atvinnumannaliði og hálf atvinnumannaliði. Það kom kannski aðeins í ljós þarna. Tilfinningin sem situr eftir er svekkelsi að hafa tapað þessum leik. Mér fannst það óþarfi en það situr líka eftir ánægja með spilamennskuna að miklu leyti. Menn lögðu alveg ótrúlega mikið í þetta og voru tilbúnir að fórna sér fyrir hvern annan í 90 mínútur. Maður getur alls ekki kvartað yfir því," sagði Davíð.

Hann kom inn á seinni leikinn í Þrándheimi, innkomu varamanna, framfarir í spilamennsku og svaraði spurningum um leikmannaslúður í seinni hluta viðtalsins.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner