Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. júlí 2021 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Gollini: Stoltur að starfa með Lloris
Mynd: EPA
Félagaskipti Pierluigi Gollini frá Atalanta til Tottenham eru að ganga í gegn. Markvörðurinn flytur til Lundúna til að verja mark Spurs í bikarkeppnum og til að vera til taks ef eitthvað kemur fyrir aðalmarkvörðinn og fyrirliðann Hugo Lloris.

Gollini hafði nokkra möguleika en valdi að lokum tilboðið sem honum leist best á.

„Ég var með tilboð frá ítölskum félögum en mér leist best á Tottenham," sagði Gollini, sem mun gera sitt besta til að veita Lloris samkeppni um markvarðarstöðuna.

„Ég ber mikla virðingu fyrir Hugo Lloris, hann er frábær markvörður og ég er stoltur að starfa með honum hjá Spurs."

Fabio Paratici var ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham og er strax að krækja í tvo leikmenn frá Atalanta, Gollini og varnarmanninn Cristian Romero.

Gollini kemur á lánssamningi frá Atalanta með kaupmöguleika.
Athugasemdir
banner
banner
banner