Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. júlí 2021 21:04
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Valur og FH töpuðu án þess að skora
Alfons Sampsted í leiknum gegn Val.
Alfons Sampsted í leiknum gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur og FH eru í ansi erfiðri stöðu í Sambandsdeildinni eftir tap á heimavelli gegn erfiðum andstæðingum frá Noregi.

Íslandsmeistarar Vals töpuðu fyrir Noregsmeisturunum 0-3 en það eru ansi svekkjandi lokatölur miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist.

Valsarar voru óheppnir að vera undir í leikhlé eftir að Ulrik Saltnes skoraði undir lok fyrri hálfleiks. Gestirnir í Bodö/Glimt, með Alfons Sampsted í hægri bakverði, klíndu svo tveimur mörkum í viðbót í andlitið á Valsmönnum í upphafi síðari hálfleiks.

Saltnes fiskaði vítaspyrnu sem Patrick Berg skoraði úr. Saltnes lagði svo þriðja markið upp fyrir Berg skömmu síðar. Staðan orðin 0-3 á 54. mínútu.

Valur reyndi að koma til baka en heimamenn virtust aldrei líklegir. Þeir komust nálægt því að skora undir lokin en skot Arnórs Smárasonar fór í þverslána.

Lokatölur 0-3 og ansi erfið ferð til Noregs framundan fyrir Val.

Valur 0 - 3 Bodö/Glimt
0-1 Ulrik Saltnes ('40 )
0-2 Patrick Berg ('51 , víti)
0-3 Patrick Berg ('54 )
Lestu um leikinn


Í Hafnarfirði tók FH á móti Rosenborg og var staðan markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik, þar sem Hólmar Örn Eyjólfsson átti flottan leik í hjarta varnarinnar hjá norska stórveldinu.

Guðmann Þórisson kom knettinum í netið í upphafi síðari hálfleiks en markið ekki dæmt gilt vegna rangstöðu. FH byrjaði seinni hálfleikinn betur en gestirnir komust yfir gegn gangi leiksins.

Carlo Holse var þá einn í vítateig FH og skallaði fyrirgjöf frá vinstri kanti í netið.

Rosenborg tók völdin eftir markið og tvöfaldaði forystuna tíu mínútum síðar. Í þetta sinn skoraði Dino Islamovic skrýtið mark þar sem hann fékk alltof mikinn tíma til að athafna sig í vítateig FH.

FH komst nálægt því að minnka muninn en inn vildi boltinn ekki. Líkt og á Hlíðarenda töpuðu Íslendingarnir án þess að skora mark. Lokatölur 0-2.

FH 0 - 2 Rosenborg
0-1 Carlo Holse ('61 )
0-2 Dino Islamovic ('71 )

Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner