Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. júlí 2022 14:00
Fótbolti.net
Hefði ekki veikt sterkasta lið Frakklands
Icelandair
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, átti frábæran leik gegn Frakklandi í lokaleiknum á Evrópumótinu.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

Sara, sem eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári, náði ekki að sýna sínar bestu hliðar í fyrstu leikjum mótsins en var algjörlega stórkostleg á móti Frökkum.

„Sara var geggjuð. Hún hefði getað farið í sterkasta lið Frakklands og hún hefði ekki veikt það lið, á engan hátt,“ sagði Sæbjörn Þór Steinke í EM Innkastinu þegar rætt var um fyrirliðann.

„Hún kom með ótrúlega mikinn drifkraft inn á miðsvæðið, sendingarnar voru góðar og það var bara ótrúlega mikill kraftur í henni,“ sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson.

„Sara Björk er komin til baka,“ sagði Sæbjörn.

Sara mun leika með Juventus á Ítalíu á næstu leiktíð og verður spennandi að fylgjast með hennar ferli þar.
EM Innkastið - Markmiðið náðist ekki en þjóðin er stolt
Athugasemdir
banner
banner