Juventus að landa Sancho - Barcelona greiðir laun Rashford - Wharton til Liverpool?
   sun 20. júlí 2025 11:40
Brynjar Ingi Erluson
Daníel Tristan til Sheffield United?
Mynd: Malmö
Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Daníel Tristan Guðjohnsen er orðaður við enska B-deildarfélagið Sheffield United í enska blaðinu Sun í dag.

Daníel Tristan er 19 ára gamall sóknarmaður sem hefur verið að gera það gott með Malmö á tímabilinu.

Hann hefur unnið sig inn í byrjunarlið sænska liðsins og átti meðal annars stoðsendingu í 2-0 sigri Malmö á Öster í gær.

Möguleiki er á að hann fari frá Malmö í sumar eftir góða frammistöðu á tímabilinu en Sun segir enska B-deildarfélagið Sheffield United verið að skoða það að fá hann.

Félagið sendi njósnara til að fylgjast með Daníel í leik með Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku og er nú að íhuga að leggja fram tilboð.

Daníel, sem er fæddur á Englandi, er sagður opinn fyrir hugmyndinni að yfirgefa Malmö.

Hann er sonur fyrrum landsliðsmannsins Eiðs Smára Guðjohnsen, sem lék meðal ananrs með Bolton, Barcelona og Chelsea á farsælum ferli sínum. Eldri bræður Daníels, þeir Andri Lucas og Sveinn Aron, hafa einnig verið að gera það gott í atvinnumensku, en Andri leikur með Gent í Belgíu á meðan Sveinn spilar með Sarpsborg í Noregi.
Athugasemdir
banner
banner