banner
   fim 22. ágúst 2019 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Arnór Ingvi nálægt riðlakeppninni
Mynd: Getty Images
Malmö 3 - 0 Bnei Yehuda
1-0 Markus Rosenberg ('36 )
2-0 Rasmus Bengtsson ('40 )
3-0 Oscar Lewicki ('47 )

Arnór Ingvi Traustason er að koma sterkur inn í lið Malmö eftir meiðsli. Hann lagði upp eitt af mörkum liðsins í 3-0 sigri gegn Yehuda frá Ísrael í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Malmö endaði fyrri hálfleikinn frábærlega og skoruðu Markus Rosenborg og Rasmus Bengtsson áður en fyrri hálfleiknum lauk. Arnór átti stoðsendinguna í marki Bengtsson.

Oscar Lewicki gerði þriðja mark Malmö í upphafi seinni hálfleiks, staðan 3-0 og þannig endaði leikurinn. Ekki voru fleiri mörk skoruð.

Arnór var tekinn af velli eftir klukkutíma leik.

Þetta var fyrri leikur liðanna og fer seinni leikurinn fram í Ísrael í næstu viku. Sigurliðið fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Sjá einnig:
Evrópudeildin: Rúnar skoraði og fagnaði sigri í Íslendingaslag
Athugasemdir
banner
banner
banner