Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 22. september 2019 21:19
Brynjar Ingi Erluson
Alexander-Arnold við Loga Bergmann: Of snemmt að ræða titilinn
Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool á Englandi, ræddi við Loga Bergmann á Símanum eftir 2-1 sigurinn gegn Chelsea á Stamford Bridge í dag.

Logi Bergmann og Eiður Smári Guðjohnsen voru á Stamford Bridge að vinna fyrir Símann en Logi ræddi við bæði Alexander-Arnold og Frank Lampard stjóra Chelsea.

„Þetta var massífur leikur, erfitt að vinna þá en við gerðum það og það var aðalmarkmiðið. Það er alltof snemmt að byrja að tala um titilinn. Við erum bara að einbeita okkur að næstu keppni sem er bikarinn í miðri viku og hópurinn er stilltur á það," sagði Alexander-Arnold meðal annars en bæði viðtölin má sjá hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner
banner