Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 22. september 2019 15:42
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Llorente skoraði tvö í sigri Napoli - Dzeko hetjan gegn Bologna
Fjórum leikjum er lokið í Seríu A á Ítalíu en Edin Dzeko reyndist hetja Roma er liðið lagði Bologna 2-1. Napoli vann þá öruggan 4-1 sigur á Lecce.

Carlo Ancelotti og hans menn í Napoli fara vel af stað í ítölsku deildinni í ár en liðið skoraði fjögur mörk gegn Napoli í dag.

Napoli fékk Fernando Llorente á frjálsri sögu á dögunum og er hann heldur betur byrjaður að raða inn mörkum. Hann skoraði gegn Liverpool í 2-0 sigri í Meistaradeild Evrópu á dögunum og gerði þá tvö mörk í dag. Llorente kom liðinu yfir á 28. mínútu áður en Lorenzo Insigne bætti við öðru úr víti fimm mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks.

Spænski miðjumaðurinn Fabian Ruiz bætti við þriðja markinu á 52. mínútu áður en heimamenn í Lecce klóruðu í bakkann níu mínútum síðar með marki frá Marco Moncosu úr víti. Llorente gulltryggði svo sigur Napoli á 82. mínútu.

Roma náði í góðan 2-1 sigur á Bologna. Serbneski bakvörðurinn Aleksandar Kolarov skoraði gullfallegt aukaspyrnu marki á 49. mínútu áður en Nicolas Sansone jafnaði úr víti fimm mínútum síðar.Gianluca Mancini, varnarmaður Roma, fékk að líta rauða spjaldið á 85. mínútu en þrátt fyrir að vera manni færri tókst Edin Dzeko að tryggja Roma sigur undir lokin.



Sassuolo vann þá 3-0 sigur á SPAL. Francesco Caputo skoraði tvö og Alfred Duncan gerði eitt mark fyrir Sassuolo. Manolo Gabbiadini skoraði þá eina mark Sampdoria í 1-0 sigri á Torino.

Úrslit og markaskorarar:

Bologna 1 - 2 Roma
0-1 Aleksandar Kolarov ('49 )
1-1 Nicola Sansone ('54 , víti)
1-2 Edin Dzeko ('90 )
Rautt spjald:Gianluca Mancini, Roma ('85)

Lecce 1 - 4 Napoli
0-1 Fernando Llorente ('28 )
0-2 Lorenzo Insigne ('40 , víti)
0-3 Fabian Ruiz ('52 )
1-3 Marco Mancosu ('61 , víti)
1-4 Fernando Llorente ('82 )

Sampdoria 1 - 0 Torino
1-0 Manolo Gabbiadini ('56 )

Sassuolo 3 - 0 Spal
1-0 Francesco Caputo ('26 )
2-0 Francesco Caputo ('45 )
3-0 Alfred Duncan ('47 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner
banner