Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. september 2019 10:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Larsson mætti á leik hjá Southend - Í viðræðum
Mynd: Getty Images
Sænska goðsögnin Henrik Larsson er í viðræðum við Southend í ensku C-deildinni um að gerast næsti knattspyrnustjóri félagsins. Þetta hefur Sky Sports eftir heimildarmönnum sínum.

Larson var í stúkunni ásamt stjórnarformanni félagsins þegar Southend vann sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu, gegn MK Dons í gær, laugardag.

Larsson átti frábæran feril sem leikmaður með Manchester United, Barcelona, Celtic og sænska landsliðinu.

Hann hætti sem þjálfari Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum eftir að hafa fengið óblíðar kveðjur frá stuðningsmönnum félagsins.

Hinn 47 ára gamli Larsson gæti núna verið á leið til Englands í stjórastarfið hjá Southend.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner