banner
   sun 22. september 2019 15:13
Brynjar Ingi Erluson
Leikmenn FH stóðu heiðursvörð fyrir KR-inga
FH-ingar stóðu heiðursvörð fyrir KR-inga í dag
FH-ingar stóðu heiðursvörð fyrir KR-inga í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn FH stóðu heiðursvörð fyrir KR-inga fyrir leik þeirra í Pepsi Max-deild karla í dag.

KR-ingar tryggðu sér sigur á Íslandsmótinu með 1-0 sigri á Val í síðustu umferð en sex ár voru frá því að KR vann mótið síðast.

Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH, staðfesti það í gær að leikmenn FH myndu standa heiðursvörð fyrir KR-inga fyrir leik liðanna í dag en leikmenn kvennaliðs Vals gerðu slíkt hið sama við bikarmeistara Selfoss á dögunum.

Staðan í leik KR og FH er 2-2 þegar þetta er skrifað en Tobias Thomsen og Finnur Tómas Pálmason skoruðu mörk KR en Steven Lennon er með tvö fyrir FH.

Lestu textalýsinguna
Athugasemdir
banner
banner