Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
   sun 22. september 2019 11:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku mjög hrifinn af Conte: Þurfti þjálfara eins og hann
Sóknarmaðurinn Romelu Lukaku hrósaði þjálfara sínum, Antonio Conte, í hástert eftir sigur Inter á AC Milan í nágrannaslag í ítölsku úrvalsdeildinni í gær.

Inter keypti hinn 26 ára gamla Lukaku frá Manchester United fyrir 73 milljónir punda í sumar.

Hann skoraði seinna mark liðsins í sigrinum í gær og er hann kominn með þrjú mörk í fjórum deildarleikjum.

„Hann (Conte) er mjög góður þjálfari vegna þess að hann er þjálfari sem hjálpar leikmönnum mikið í því að þróa sinn leik," sagði Lukaku eftir leikinn.

„Ég þurfti og langaði þjálfara eins og hann, þjálfara sem hvetur mann áfram á hverjum degi. Ég er mjög ánægður að vera hérna og klæðast þessari treyju."
Athugasemdir
banner