Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 22. september 2019 10:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd horfir til Tuchel - Malen aftur til Arsenal?
Powerade
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Donyell Malen hefur farið hamförum með PSV í upphafi tímabils.
Donyell Malen hefur farið hamförum með PSV í upphafi tímabils.
Mynd: Getty Images
Hér er slúður dagsins, tekið saman af BBC.

Tottenham-mennirnir Lucas Moura (27) og Eric Dier (25) eru ofarlega á óskalista Manchester United. (Star)

Manchester United hefur áhuga á því að ráða Thomas Tuchel, sem nú stýrir Paris Saint-Germain, ef úrslitin fara ekki að batna undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. (Mail)

Man Utd vill þá ræða við Mino Raiola, umboðsmann Paul Pogba (26), um framlengingu á samningi franska landsliðsmannsins. (ESPN)

Solskjær er staðráðinn í því að selja Pogba ekki til Real Madrid. (Mirror)

Arsenal vonast til þess að kaupa hollenska framherjann Donyell Malen (20) aftur til félagsins. Hann er kominn með 10 mörk í 13 leikjum fyrir PSV á tímabilinu. Hann var seldur frá Arsenal fyrir 500 þúsund pund fyrir tveimur árum og er Liverpool einnig að fylgjast með honum. (Mirror)

Unai Emery, stjóri Arsenal, hefur biðlað til stuðningsmanna að sýna þolinmæði í garð Nicolas Pepe (24). (Express)

Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, segir að sögusagnir um að það eigi að skipta honum út fyrir Jose Mourinho trufli sig ekki. (Sun)

Zidane hefur einnig kennt stjórn félagsins um að miðjumennirnir Christian Eriksen (27) hjá Tottenham og Donny van de Beek (22) hjá Ajax hafi ekki verið keyptir í sumar. (Sun)

Crystal Palace, Leicester og Middlesbrough eru á meðal félaga sem hafa áhuga á Cameron John (20), miðverði Wolves sem er í láni hjá Doncaster. (Mail)

Juventus hefur bæst í kapphlaupið um sóknarmanninn Erling Braut Haaland (19), sem leikur með Salzburg í Austurríki. Manchester United og Man City hafa einnig áhuga á þessum efnilega sóknarmanni. (Mirror)

Aston Villa ætlar að berjast við Leeds um varnarmanninn Sam McCallum (19), sem er á mála hjá Coventry. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner