Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   fim 22. september 2022 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Aron Einar: Virkilega ánægður að vera kominn til baka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er hæstánægður að vera kominn til baka í landsliðshópinn og ekki var verra að byrja það á 1-0 sigri á Venesúela.

Landsliðsfyrirliðinn snéri aftur í liðið eftir rúmlega eins árs fjarveru og var í byrjunarliðinu sem var tilkynnt fyrir leikinn.

Fyrirliðabandið fór beint á handlegg hans og skilaði hann sínu verki vel í annars lokuðum leik í Austurríki.

„Virkilega góð. Ánægður með spilamennskuna, fannst við vera nokkuð solid í dag. Gerðum hluti sem við lögðum upp með og getum tekið margt jákvætt úr þessum leik. Fengum ekki mörg færi á okkur, lokuðum vel á þá og þeir voru flinkir með boltann og vissum að þeir myndu reyna að þræða boltann í gegnum okkur. Við komum bara vel undirbúnir í þennan leik og ánægður að ná í sigur þó þetta sé æfingaleikur. Það er gott að fá tilfinninguna að sigra leiki og það er mjög mikilvægt fyrir þennan hóp að ná í sigur og hugsa um framhaldið sem er Albanía og vonandi verður það úrslitaleikur," sagði Aron Einar við Fótbolta.net.

Aron var í miðvarðarstöðunni með Herði Björgvini Magnússyni en þeir spiluðu óaðfinnanlega. Aron hefur ekki verið að spila þessa stöðu með landsliðinu en þekkir hana þó vel í Katar.

„Ég er alveg nokkuð vanur þessu. Ég er búinn að spila síðasta árið í Katar í miðvarðarstöðu. Búinn að fylla inn í þar útaf meiðslum og öðru. Líður mjög vel þar og þetta er svipað í miðverði og í sexunni, kannski aðeins öðruvísi hliðarhreyfingar sem ég er að venjast og á eftir að læra ýmislegt þar ef að ég í framhaldinu tek að mér þessa stöðu en fyrst og fremst ánægður að vera kominn til baka og getað hjálpað liðinu áfram og gefa af mér þá reynslu sem ég hef. Virkilega ánægður að vera kominn til baka og fá þá tilfinningu aftur."

Hann var ánægður með ungviðinn í hópnum og vill hann nú miðla reynslu sinni til leikmanna eins og eldri leikmenn gerðu þegar hann var að stíga sín fyrstu skref.

„Ég var í sama pakka á sínum tíma þegar ég kom inn í þetta fyrst og hafði gæja sem ég var að læra af eins og Eiður, Hemmi, Heiðar og Brynjar Björn. Það var mikilvægt fyrir mig þegar ég var að koma inn í þetta og vonandi er ég að skila því verkefni af mér til þessa hóps. Þetta eru ungir strákar sem eru að læra og það tekur tíma eins og hefur margoft komið fram. Þeir eru viljugir og hlusta og eru vinnusamir. Það sést greinilega og eins og sást í dag, það var gífurleg vinnusemi og ánægður hvernig leikurinn spilaðist."

Næst á dagskrá er leikur gegn Albaníu á þriðjudag en sigur gæti komið Íslandi í A-deildina.

„Við getum tekið margt jákvætt úr þessum leik þó það hafi ekki verið skemmtilegt að horfa á hann. Við vissum að við þyrftum að ná að halda þeim niðri og gerðum það vel. Heppnin var með okkur að fá víti og klárum þennan leik. Sigur er jákvæður fyrir þennan hóp og taka það inn í Albaníuleikinn og það verður vonandi úrslitaleikur og mikið undir og það verður enn skemmtilegra," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner