Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. september 2022 11:00
Elvar Geir Magnússon
Óánægja með form og hegðun Schmeichel
Kasper Schmeichel og félagar í Nice hafa farið illa af stað.
Kasper Schmeichel og félagar í Nice hafa farið illa af stað.
Mynd: Getty Images
RMC Sport segir að danski markvörðurinn Kasper Schmeichel fari ekki vel af stað með Nice í frönsku deildinni en hann gekk í raðir félagsins frá Leicester í sumar.

Sagt er að óánægja sé með hegðun hans og þá hafi hann verið með of mörg aukakíló þegar hann mætti úr sumarfríi. Hann fari ekki eftir reglum liðsins, og hafi mætt seint á fundi.

Sagt er að umboðsmenn Schmeichel hafi beðið eigandann Jim Ratcliffe um að danski markvörðurinn yrði í byrjunarliðinu í fyrsta leik. Stjórinn Lucien Favre lét hinsvegar Pólverjann Marcin Bulka, sem kom á láni frá Paris Saint-Germain, byrja leikinn.

Schmeichel kom inn í byrjunarliðið í annarri umferð og spilaði sex leiki áður en hann var settur aftur á bekkinn, í tapleik gegn Angers nýlega.

Miklar væntingar voru gerðar til Nice fyrir tímabilið en liðið hefur átt mjög erfiða byrjun á tímabilinu og situr í þrettánda sæti. Favre, sem tók við í sumar, er þegar í heitu sæti og sagt að forráðamenn félagsins séu að reyna að ráða Mauricio Pochettino.
Athugasemdir
banner
banner