Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 22. september 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mikill missir af Kristal - Sterkastur í að halda hópnum saman
Sérstaklega missir í þessu fyrir Kristal sjálfan
Sérstaklega missir í þessu fyrir Kristal sjálfan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það kom mér ekkert á óvart, frábær leikmaður
Það kom mér ekkert á óvart, frábær leikmaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Missirinn er mikill en við erum með gott lið, menn koma bara í hans stað. Kristall Máni er frábær leikmaður, búinn að standa sig hrikalega vel upp á síðkastið, gefur liðinu mikið bæði innan og utan vallar. Þetta gefur öðrum tækifæri," sagði Atli Barkarson í viðtali við Fótbolta.net í dag.

Kristall Máni Ingason var valinn í U21 landsliðið en getur ekki spilað í leikjunum mikilvægu gegn Tékklandi vegna axlarmeiðsla sem hann varð fyrir í leik með Rosenborg í lok síðasta mánaðar. Atli hefur spilað með Kristali í U21 liðinu sem og hjá Víkingi tímabilin 2020 og 2021.

Umræða var um Kristal í útvarpsþættinum Fótbolta.net um síðustu helgi.

„Davíð (Snorri Jónasson, þjálfari U21) hefur talað mikið um dýanmíkina í hópnum. Ég veit ekki hversu klár Kristall Máni Ingason er í þetta verkefni, en ég veit að ein helsta ástæðan fyrir því að hann er í þessum hóp er að hann er líklegast sterkasti leikmaðurinn í hópnum hvað varðar að halda hópnum saman," sagði Tómas Þór Þórðarson á laugardaginn.

Aftur yfir í viðtalið við Atla. Kom spilamennska Kristals með Víkingi fyrri hluta tímabilsins á óvart?

„Nei, ekki neitt. Við æfðum saman á hverjum degi og vorum alltaf að æfa aukalega. Það kom mér ekkert á óvart, frábær leikmaður."

Þjálfarinn Davíð Snorri var sjálfur spurður út í Kristal.

„Það er sérstaklega missir í þessu fyrir Kristal sjálfan, að missa af þessu. Hann er búinn að vera á fullri ferð. En góðu fréttirnar eru þær að það er ekki langt í að Kristall fari að spila fótbolta," sagði Davíð.

Fyrri leikurinn gegn Tékklandi er á morgun, hefst klukkan 16:00 og fer fram á Víkingsvelli.

Sjá einnig:
Kristall mættur á æfingu: Á að reyna að hvíla eins mikið og ég get
Davíð Snorri: Get lofað þér því að Óli er ekki að fara spila hafsent
Atli Barkar: Gott samtal við þjálfarana og stjórnarmenn
Útvarpsþátturinn - Landsliðin, Jamaíka, Besta og enski
Athugasemdir
banner
banner