Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   þri 20. september 2022 12:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
Kristall mættur á æfingu: Á að reyna að hvíla eins mikið og ég get
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall fagnar marki.
Kristall fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason var mættur til æfinga hjá íslenska U21 landsliðinu á sínum gamla heimvelli í Víkinni í morgun.

Kristall, sem er mikilvægur fyrir liðið, hefur verið að glíma við meiðsli en hann er mættur til móts við hópinn fyrir mikilvæga leiki gegn Tékklandi í umspilinu fyrir lokakeppni EM.

„Staðan er mjög fín sko. Ég fer í skoðun á morgun. Ég fæ að vita á morgun hvernig þetta verður. Vonandi næ ég öðrum hvorum leiknum eða báðum," segir Kristall en hann var með að einhverju leyti á æfingunni í dag.

Hann meiddist í leik með Rosenborg í síðasta mánuði þar sem hann lenti á stönginni eftir að hafa skorað mark. Hann átti að vera frá í sex vikur en er mættur í U21 landsliðið og vonast til þess að spila.

„Ég er byrjaður að æfa meira en ég gerði og þetta er alltaf að verða betra."

„Maður var ekki alveg voðalega viss en svo batnaði þetta með hverjum deginum og maður er vonandi klár," segir Kristall en hann segir að fyrsta hugsun við meiðslin hafi verið að klára leikinn sem hann var að spila.

„Ég á að reyna að hvíla eins mikið og ég get. Það er ekkert flóknara en það."

Kristall segist vera búinn að koma sér vel fyrir hjá Rosenborg en hann gekk í raðir félagsins fyrr í sumar. Hann segir félagið risastórt miðað við félög á Íslandi. „Maður ætlar að halda áfram og fara lengra," segir þessi öflugi leikmaður.

Kristall segist ekki vita það hvort hann geti spilað á föstudaginn en hann vonast auðvitað til þess.

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner