Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
   þri 20. september 2022 12:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
Kristall mættur á æfingu: Á að reyna að hvíla eins mikið og ég get
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall fagnar marki.
Kristall fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason var mættur til æfinga hjá íslenska U21 landsliðinu á sínum gamla heimvelli í Víkinni í morgun.

Kristall, sem er mikilvægur fyrir liðið, hefur verið að glíma við meiðsli en hann er mættur til móts við hópinn fyrir mikilvæga leiki gegn Tékklandi í umspilinu fyrir lokakeppni EM.

„Staðan er mjög fín sko. Ég fer í skoðun á morgun. Ég fæ að vita á morgun hvernig þetta verður. Vonandi næ ég öðrum hvorum leiknum eða báðum," segir Kristall en hann var með að einhverju leyti á æfingunni í dag.

Hann meiddist í leik með Rosenborg í síðasta mánuði þar sem hann lenti á stönginni eftir að hafa skorað mark. Hann átti að vera frá í sex vikur en er mættur í U21 landsliðið og vonast til þess að spila.

„Ég er byrjaður að æfa meira en ég gerði og þetta er alltaf að verða betra."

„Maður var ekki alveg voðalega viss en svo batnaði þetta með hverjum deginum og maður er vonandi klár," segir Kristall en hann segir að fyrsta hugsun við meiðslin hafi verið að klára leikinn sem hann var að spila.

„Ég á að reyna að hvíla eins mikið og ég get. Það er ekkert flóknara en það."

Kristall segist vera búinn að koma sér vel fyrir hjá Rosenborg en hann gekk í raðir félagsins fyrr í sumar. Hann segir félagið risastórt miðað við félög á Íslandi. „Maður ætlar að halda áfram og fara lengra," segir þessi öflugi leikmaður.

Kristall segist ekki vita það hvort hann geti spilað á föstudaginn en hann vonast auðvitað til þess.

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner