Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 20. september 2022 12:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimavelli hamingjunnar
Kristall mættur á æfingu: Á að reyna að hvíla eins mikið og ég get
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall fagnar marki.
Kristall fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristall Máni Ingason var mættur til æfinga hjá íslenska U21 landsliðinu á sínum gamla heimvelli í Víkinni í morgun.

Kristall, sem er mikilvægur fyrir liðið, hefur verið að glíma við meiðsli en hann er mættur til móts við hópinn fyrir mikilvæga leiki gegn Tékklandi í umspilinu fyrir lokakeppni EM.

„Staðan er mjög fín sko. Ég fer í skoðun á morgun. Ég fæ að vita á morgun hvernig þetta verður. Vonandi næ ég öðrum hvorum leiknum eða báðum," segir Kristall en hann var með að einhverju leyti á æfingunni í dag.

Hann meiddist í leik með Rosenborg í síðasta mánuði þar sem hann lenti á stönginni eftir að hafa skorað mark. Hann átti að vera frá í sex vikur en er mættur í U21 landsliðið og vonast til þess að spila.

„Ég er byrjaður að æfa meira en ég gerði og þetta er alltaf að verða betra."

„Maður var ekki alveg voðalega viss en svo batnaði þetta með hverjum deginum og maður er vonandi klár," segir Kristall en hann segir að fyrsta hugsun við meiðslin hafi verið að klára leikinn sem hann var að spila.

„Ég á að reyna að hvíla eins mikið og ég get. Það er ekkert flóknara en það."

Kristall segist vera búinn að koma sér vel fyrir hjá Rosenborg en hann gekk í raðir félagsins fyrr í sumar. Hann segir félagið risastórt miðað við félög á Íslandi. „Maður ætlar að halda áfram og fara lengra," segir þessi öflugi leikmaður.

Kristall segist ekki vita það hvort hann geti spilað á föstudaginn en hann vonast auðvitað til þess.

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner