Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 22. september 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Darren Moore tekur við af Neil Warnock (Staðfest)
Darren Moore hefur verið ráðinn nýr stjóri Huddersfield en hann tekur við starfinu af Neil Warnock.

Warnock stýrði sínum síðasta leik með Huddersfield síðasta miðvikudag er liðið gerði 2-2 jafntefli við Stoke á heimavelli.

Warnock var hættur að vinna þegar hann samþykkti að taka við Huddesfield í febrúar og stýra liðinu út þáverandi tímabil. Liðið var í 23. sæti þegar hann tók við en vann sjö af fimmtán leikjum undir hans stjórn og endaði í 18. sæti, níu stigum fyrir ofan fallsæti.

Hinn 74 ára gamli Warnock ákvað að halda áfram með liðið í sumar en félagið hefur núna tekið ákvörðun um að ráða stjóra til lengri tíma.

Moore, sem er 49 ára gamall, tekur núna við starfinu en félagið segist hafa farið í mikla greiningarvinnu til að finna rétta stjórann. Moore stýrði síðast Sheffield Wednesday en hann komst ekki að samkomulagi við félagið um áframhaldandi samning eftir að hafa stýrt liðinu upp í Championship-deildina, næst efstu deild Englands.

Hann hefur einnig stýrt West Brom og Doncaster á sínum stjóraferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner