Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   fös 22. september 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Darren Moore tekur við af Neil Warnock (Staðfest)
Darren Moore.
Darren Moore.
Mynd: Getty Images
Darren Moore hefur verið ráðinn nýr stjóri Huddersfield en hann tekur við starfinu af Neil Warnock.

Warnock stýrði sínum síðasta leik með Huddersfield síðasta miðvikudag er liðið gerði 2-2 jafntefli við Stoke á heimavelli.

Warnock var hættur að vinna þegar hann samþykkti að taka við Huddesfield í febrúar og stýra liðinu út þáverandi tímabil. Liðið var í 23. sæti þegar hann tók við en vann sjö af fimmtán leikjum undir hans stjórn og endaði í 18. sæti, níu stigum fyrir ofan fallsæti.

Hinn 74 ára gamli Warnock ákvað að halda áfram með liðið í sumar en félagið hefur núna tekið ákvörðun um að ráða stjóra til lengri tíma.

Moore, sem er 49 ára gamall, tekur núna við starfinu en félagið segist hafa farið í mikla greiningarvinnu til að finna rétta stjórann. Moore stýrði síðast Sheffield Wednesday en hann komst ekki að samkomulagi við félagið um áframhaldandi samning eftir að hafa stýrt liðinu upp í Championship-deildina, næst efstu deild Englands.

Hann hefur einnig stýrt West Brom og Doncaster á sínum stjóraferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner