Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 22. október 2019 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Mynd: Magnaður viðsnúningur í gengi Tottenham
Lærisveinar Mauricio Pochettino hjá Tottenham hafa ekki verið að gera góða hluti á árinu þrátt fyrir að hafa komist alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor.

Sky Sports tók saman einfalda tölfræði þar sem árangur Tottenham undir stjórn Pochettino er skoðaður. Annars vegar er skoðað frá ágúst 2015 til 23. febrúar 2019 og hins vegar er skoðað allt sem kemur eftir 23. febrúar 2019.

Tottenham vann 63% leikja sinna undir stjórn Pochettino, fékk rúmlega 2 stig á leik, skoraði rúmlega 2 mörk á leik og fékk tæplega mark á sig. Viðsnúningurinn síðan í febrúar hefur verið ótrúlegur og er liðið aðeins með 29% sigurhlutfall síðan þá.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá myndina sem Sky Sports bjó til úr tölfræði Tottenham. Það er nokkuð ljóst að eitthvað amar að í Norður-London og er Pochettino byrjaður að óttast um starf sitt.


Athugasemdir
banner