Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 22. október 2019 11:30
Elvar Geir Magnússon
Reus og Alcacer ekki með Dortmund gegn Inter
Borussia Dortmund verður án lykilmannana Marco Reus og Paco Alcacer í leiknum gegn Inter í Meistaradeildinni á morgun.

Alcacer hefur verið frá síðan í byrjun október vegna meiðsla í hæl en Reus, sem skoraði sigurmark Dortmund um helgina, er veikur og tekur ekki þátt.

Þá verður bakvörðurinn Marcel Schmelzer ekki heldur með í leiknum gegn Inter en markvörðurinn Roman Burki er hinsvegar leikfær eftir að hafa farið af velli gegn Borussia Mönchengladbach vegna hnévandamála.

Inter þarf á sigri að halda á morgun eftir jafntefli og tap í fyrstu tveimur leikjum sínum í F-riðli en Dortmund er á toppnum með fjögur stig.
Athugasemdir
banner
banner