Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. október 2020 12:15
Elvar Geir Magnússon
Lagerback reifst við leikmann: Aldrei upplifað svona ásakanir
Lars Lagerback er fyrrum landsliðsþjálfari Íslands.
Lars Lagerback er fyrrum landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Það var mikið áfall fyrir norska landsliðið að tapa gegn Serbum í síðasta landsleikjaglugga en með tapinu hvarf draumur Noregs um að komast á EM.

Alexander Sörloth, sóknarmaður norska landsliðsins, lenti svo í hávaðarifrildi við Lars Lagerback landsliðsþjálfara á liðshótelinu.

Sörloth setti út á ákvarðanir Lagerback varðandi leikstíl og undirbúning. Hann fór langt yfir strikið samkvæmt heimildarmönnum norskra fjölmiðla. Lagerback svaraði Sörloth fullum hálsi og skaut meðal annars á hann fyrir að hafa klúðrað fyrir opnu marki í landsleik gegn Kýpur fyrir tveimur árum. Mönnum var mjög heitt í hamsi.

Starfslið norska landsliðsins ræddi við leikmenn eftir þetta hávaðarifrildi og lagði mikla áherslu á að fréttir af því myndu ekki leka til fjölmiðla en sú áætlun rann út í sandinn.

Norska knattspyrnusambandið hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem sagt er að Sörloth hafi daginn eftir, að eigin frumkvæði, beðið liðsfélaga og starfslið afsökunar á hegðun sinni.

„Ég hef þolinmæði fyrir því að menn séu með misjafnar skoðanir varðandi fótbolta. En Alexander var hinsvegar með ýmsar ásakanir sem snérust ekki um það hvernig við spilum fótbolta, hann talaði um að Per Joar Hansen (aðstoðarþjálfari) værum óhæfir þegar kæmi að þjálfun, bæði varðandi stjórnun og fótboltann," segir Lagerback í yfirlýsingunni.

„Eftir 30 ár í alþjóðlegum fótbolta hef ég aldrei upplifað það að leikmenn fari svona yfir strikið. Ég hef átt fjölmargar samræður við leikmenn sem hafa verið byggðar á staðreyndum og um fótbolta. En ekkert sem hefur komist nálægt þessu."

Mikil ólga er í kringum norska landsliðið eftir að liðinu mistókst að komast á EM og sæti Lagerback talið heitt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner