Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 22. október 2020 19:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Roofe skoraði frá miðju og setti Evrópudeildarmet
Mynd: Getty Images
Kemar Roofe, fyrrum leikmaður félaga á borð við Leeds og Víkings Reykjavík, skoraði draumamark fyrir lið sitt Rangers undir lok leiks gegn Standard Liege í kvöld.

Rangers komst yfir með marki úr vítaspyrnu snemma leiks og staðan var 0-1 í Belgíu fram í uppbótartíma. Þá fékk Roofe boltann og sá tækifæri á að skjóta frá miðlínu vallarins.

Skot Roofe hafnaði í netinu, glæsilegt skot. Með þessu marki setti Roofe met: enginn hefur skorað mark af lengra færi í sögu Evrópudeildarinnar.

Tölfræðisíðan Opta segir að skotið hafi verið af 54,6 jarda færi eða tæplega fimmtíu metra færi.

Standard 0 - 2 Rangers
0-1 James Tavernier ('19 , víti)
0-2 Kemar Roofe ('90 )

Úrslitin úr leikjunum sem er lokið:
Evrópudeildin: Arsenal kom til baka í Vín - AZ lagði Napoli í Napoli


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner