Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 22. október 2020 09:35
Elvar Geir Magnússon
White myndi kosta Liverpool 50 milljónir punda
Powerade
Varnarmaðurinn Ben White er orðaður við Liverpool.
Varnarmaðurinn Ben White er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Agavandamál hjá Greenwood?
Agavandamál hjá Greenwood?
Mynd: Getty Images
Ross Barkley.
Ross Barkley.
Mynd: Getty Images
Það kennir ýmissa grasa í slúðurpakka dagsins. White, Mbappe, Greenwood, Rose, Welbeck, Deeney og fleiri koma við sögu. BBC tók saman.

Brighton mun líklega fara fram á að minnsta kosti 50 milljónir punda fyrir miðvörðinn Ben White (23) ef Liverpool ætlar að fylla skarð Virgil van Dijk í janúarglugganum. (Sun)

Franski framherjinn Kylian Mbappe (21) gæti yfirgefið Paris St-Germain næsta sumar og farið til Liverpool eða Real Madrid. (Le Parisien)

Enski vængmaðurinn Mason Greenwood (19) hefur fengið tiltal frá Manchester United fyrir að vera óstundvís. (Mail)

Chelsea er tilbúið að lána markvörðinn Kepa Arrizabalaga (26) í janúar en Sevilla hefur áhuga á Spánverjanum. (Estadio Deportivo)

Þýski miðjumaðurinn Mesut Özil (32) telur að áhugi frá Kína sé á bak við ákvörðun Arsenal að skilja hann eftir utan hóps. (Mail)

Tottenham ræðir um það að bjóða Danny Rose (30) riftun á samningi. Enski bakvörðurinn er ekki inni í myndinni. (Football Insider)

Enski sóknarmaðurinn Danny Welbeck (29) hafnaði samningi upp á 140 þúsund pund á viku frá tyrknesku félagi til að vera áfram í ensku úrvalsdeildinni. Welbeck samdi við Brighton. (Sun)

Chelsea hefur áhuga á miðjumanninum Denis Zakaria (23) hjá Borussia Mönchengladbach en fær samkeppni frá Manchester United og Manchester City um svissneska landsliðsmanninn. (Bild)

Sheffield United er tilbúið að endurnýja áhuga sinn á John Swift (25), miðjumanni Reading. Sheffield lítur á Englendinginn sem mögulegan arftaka John Lundstram sem hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning á Bramall Lane. (Sheffield Star)

Troy Deeney (32), fyrirliði Watford, segist ekki vera tilbúinn að vera varamaður en Tottenham og fleiri úrvalsdeildarfélög sýndu honum áhuga í sumar. (Talksport)

Portúgalski miðjumaðurinn Gedson Fernandes (21) sem er á láni hjá Tottenham frá Benfica mun líklega snúa aftur til Benfica í janúar en hann hefur ekki náð að heilla hjá enska liðinu. (RTP 3)

Úrúgvæski miðjumaðurinn Lucas Torreira (24) hefur engan áhuga á því að snúa aftur til Arsenal og vill alfarið ganga í raðir Atletico Madrid þar sem hann er á láni. (Ovacion Digital)

Dean Smith, stjóri Aston Villa, segir að ekki sé byrjað að ræða það að kaupa Ross Barkley (26) frá Chelsea en hann er á láni hjá Villa og hefur leikið fantavel. (Birmingham Mail)

Gerard Pique (33) hefur skapað ólgu í klefanum hjá Barcelona með því að fara á bak orða sinna og gera nýjan samning við félagið. Flestir leikmenn höfðu ákveðið að neita að ræða við stjórnina sem vill lækka launakostnað liðsins um 25%. (Marca)

Franski framherjinn Florian Thauvin (27) hjá Marseille hefur enn ekki gert nýjan samning en núgildandi samningur rennur út næsta sumar. Hann getur því rætt við félög í janúar. (Leicester Mercury)

Everton mun líklega bíða þar til í janúar um hvort það eigi að ræða við Marcel Brands, yfirmann fótboltamála, um nýjan samning. (Liverpool Echo)

Hugmyndirnar um nýja Ofurdeild Evrópu gætu verið ólöglegar samkvæmt evrópskum lögum. (Telegraph)

Franski framherjinn Olivier Giroud (34) hjá Chelsea segir að þriggja daga viðræður við Frank Lampard í janúar hafi sannfært sig um að vera áfram hjá félaginu. (Onze Mondial)

Borussia Dortmund mistókst að fá Christian Eriksen (28) lánaðan frá Inter í sumar. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner