Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   fös 22. október 2021 15:30
Elvar Geir Magnússon
Leiðir Kai Havertz sókn Chelsea vegna meiðsla?
Kai Havertz, leikmaður Chelsea.
Kai Havertz, leikmaður Chelsea.
Mynd: EPA
Chelsea og Norwich mætast í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Meiðsli herja á sóknarmenn Chelsea en Romelu Lukaku og Timo Werner verða fjarverandi gegn Kanarífuglunum og í næsta leik þar á eftir. Þar að auki er Christian Pulisic einnig á meiðslalistanum.

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, var spurður að því hvort hann sæi eftir því núna að hafa leyft Tammy Abraham, Olivier Giroud og Michy Batshuayi að fara?

„Nei, þannig virkar ekki fótboltinn. Það gengur ekki að vera með 40 manna hóp. Heldur þú að þessir menn væru í toppstandi núna? Það er óheppni að við séum með tvo menn í sömu stöðu meidda," segir Tuchel.

Hann ýjar að því að Kai Havertz gæti núna leitt sóknarlínuna.

„Án Romelu gætum við spilað með Kau sem 'níu'. Að mínu mati er það ekkert endilega 'fölsk nía'. Kai er svo öflugur í sókninni og þegar kemur að því að skila sér í teiginn. Án Romelu verður leikur okkar öðruvísi en við viljum sama kraft og áræðni."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir