Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
   fös 22. október 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Skilaboð á bolnum hjá Guardiola: Við erum með þér Guido
Pep í bolnum.
Pep í bolnum.
Mynd: Man City
Guido de Pauw, belgískur stuðningsmaður Manchester City, er enn í dái eftir að hann varð fyrir áras á bensínstöð á þriðjudag.

Fimm hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en ráðist var á Giudo, 63 ára, þar sem hann var með Manchester City trefil. Að honum komu menn og hann var kýldur niður í jörðina.

Sonur Guido, sem var með honum á 5-1 sigurleik City gegn Club Brugge fyrr um kvöldið, segir að árásarmennirnir hafi svo drifið sig í burtu og skilið föður sinn eftir „til að deyja".

Pep Guardiola mætti á fréttamannafund í bol með áletruninni: „Við erum með þér Guido" og byrjaði fundinn á þessum orðum:

„Fyrir hönd allra hjá félaginu þá segi ég að við erum bjartsýn. Á síðustu klukkustundum hefur hann orðið betri og hann er með stuðning okkar allra. Við sendum honum og fjölskyldu hans faðmlag. Það er erfitt að skilja hvernig svona hræðilegir hlutir gerast," sagði Guardiola.

Englandsmeistarar Manchester City mæta Brighton í ensku úrvalsdeildinni síðdegis á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner