Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 22. nóvember 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Boateng leiður yfir stöðunni - Ætlar að stofna verkefnahóp
Kevin-Prince Boateng.
Kevin-Prince Boateng.
Mynd: Getty Images
Kevin-Prince Boateng, miðjumaður Fiorentina á Ítalíu, stefnir á að stofna verkefnahóp til að tækla kynþáttafordóma í ítalska boltanum.

Kynþáttafordómar eru því miður algengir í ítölskum fótbolta og hafa komið upp mörg atvik á þessu tímabili þar sem áhorfendur á fótboltaleikjum eru með kynþáttafordóma í garð leikmanna.

„Ég geri það á næsta ári. Ég er að undirbúa stofnun verkefnahóps og munu aðrir leikmenn taka þátt," sagði Boateng við Corriere Della Sera.

„Ég er leiður. Fólk áttar sig ekki á því hvernig Balotelli, Boateng eða Koulibaly líður þegar þeir koma heim. Við erum einir."

Árið 2013 gekk Boateng af velli þegar hann varð fyrir rasisma í æfingaleik gegn Pro Patria. Urby Emanuelson, Sulley Muntari og M'Baye Niang urðu einnig fyrir kynþáttaníð í leiknum.

Boateng finnst staðan hafa versnað síðan þá og hann ætlar að reyna að gera eitthvað til að bæta hana.

„Það eru meiri peningar í spilinu og það eru fleiri börn að horfa á okkur. Við þurfum að taka harðar á þessu," sagði Boateng.
Athugasemdir
banner
banner
banner