Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. nóvember 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
„Sögðu hluti sem voru ljótir og hafa legið utan á mér síðan"
Börkur Edvardsson
Börkur Edvardsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúðvík Arnarson
Lúðvík Arnarson
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Jón Rúnar Halldórsson
Jón Rúnar Halldórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Börkur Edvardsson, formaður Vals til margra ára, var viðfangsefni þáttarins Foringjarnir á Stöð 2 Sport í gær. Henry Birgir Gunnarsson ræddi við Börk í þættinum.

Rifjað var upp eftirminnilegt atvik sem átti sér í stað í Kaplakrika sumarið 2013. Það varð ansi mikill hiti eftir leikinn sem endaði með 3-3 jafntefli. Formenn FH sökuðu Börk um að taka prósentur af sölu á leikmönnum Vals.

Umfjöllun Fótbolta.net um málið:
Formenn FH: Börkur tekur prósentur af sölu leikmanna
Yfirlýsing FH: Hörmum ummæli og framkomu okkar í garð Barkar
Börkur Edvards: Fráleit ummæli
Magnús Agnar: Aldrei verið beðinn um eitthvað þessu líkt
Yfirlýsing frá FH: Ummælin um Börk ósönn



„Það var augljóst að menn misstu sig gjörsamlega. Ég veit fyrir víst að þetta tók mikið á Lúlla. Hann bætti ráð sitt og bað mig afsökunar á mjög einlægan hátt og Jón Rúnar einnig. Ég ákvað að vera maður með meiru og taka þessari afsökunarbeiðni því ég veit alveg hvað það er að missa sig. Ég ætlaði ekkert að halda því gegn mönnum, strax eftir leik og maður er keppnismaður sjálfur,“ sagði Börkur um málið.

„Þeir sögðu hluti sem voru ljótir og hafa legið utan á mér síðan þá. En ég er með þykkan skráp og læt það ekki á mig hafa. En þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa en ég ákvað að gera það og er búinn að fyrirgefa þeim að fullu í dag,“ sagði Börkur.


Athugasemdir
banner
banner